top of page
Search
  • Sport Scientist

Hlaupatölur leikmanna í efstu deild í knattspyrnu karla á Íslandi

Í meistararitgerð minni við háskólann í Reykjavík rannsakaði ég hlauptölur leikmanna í efstu deild karla á Íslandi.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna líkamlega frammistöðu knattspyrnumanna í efstu deild karla á Íslandi (Pepsi Max deildin). Eftirtaldar breytur voru rannsakaðar: Heildarvegalengd í km, vegalengd spretta yfir 19.8 km/h, vegalengd spretta yfir 25.2 km/h, fjöldi spretta yfir 19.8 km/h og hámarkshraði. 108 leikmenn úr efstu deild karla tóku þátt í rannsókninni og komu þeir frá sjö liðum. Fimm liðanna spiluðu átján leiki og tvö þeirra sautján, samtals athuganir voru 756. Notast var við GPS búnað frá Catapult, (Playertek by Catapult). Einhliða ANOVA – Post hoc Tukey próf var gert til að mæla og bera saman líkamlega frammistöðu leikmanna út frá fimm mismunandi leikstöðum á vellinum. Munur var á milli allra leikstaða á vellinum, marktækur munur var á milli miðvarða og allra annara leikstaða á vellinum. Miðverðir hlupu fæsta kílómetra bæði þegar horft var til heildarvegalengdar og samtals lengd allra spretta en kantmenn hlupu lengst. Niðurstöðurnar sýna fram á það að krafa um hlaupagetu leikmanna er mjög breytileg eftir leikstöðum. Hér að neðan má sjá niðurstöður út frá leikstöðu. Gögnin eru frá leiktímabilinu 2020



1,625 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page