KT Tape® fyrir alla

KT Tape er stolt af öllum sínum vörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að margt af því íþróttafólki sem skarar fram úr í sinni íþrótt notar KT Tape. Þess má geta að Ólympíusamband Bandaríkjanna notar eingöngu KT Tape.

KT TAPE er ár eftir ár valið vinsælasta Íþróttateip Bandaríkjanna

Hvernig á að nota KT Tape

Hér að ofan er myndband um hvernig KT TAPE virkarKT TAPE ALMENNAR LEIÐBEININGAR

Hér eru upplýsingar um KT TAPE og hvernig það virkar. Þú getur auðveldlega lært að teipa þig sjálf/sjálfur.


Íþróttafólk sem elskar KT TAPE

Julia Mancuso

Mancuso Ólympíumeistari á skíðum

Svava Rós

Leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins

James Harden

James Harden leikmaður Houston í NBA

Hvers vegna að nota KT Tape® ?

Ekkert hægir meira á þér en meiðsli og sársauki, hvort sem þú ert að æfa fyrir fyrsta maraþonhlaupið þitt, gera þig tilbúinn fyrir leik, stefna að persónulegu þjálfunarmarkmiði, eða einfaldlega að reyna að komast í gegn um daginn. KT Tape er létt og þægilegt í notkun, hægt er að nota það við fjöldann allan af algengum meiðslum. Hér má til dæmis nefna verki í mjóbaki, hnjám eða öxlum, sinaskeiðarbólgu, tognun í ökkla, og tennisolnboga. KT Tape léttir sársauka og veitir stuðning svo þú þurfir ekki að taka því rólega.

Hvernig virkar KT Tape® ?

Við líkamsmeiðsl, sökum álags eða eftir högg, safnast upp sogæðavökvi og veldur bólgu á því svæði sem fyrir verður. Þessi vökvauppsöfnun getur orsakað aukinn þrýsting í vöðvum og líkamsvefjum og skapað umtalsverðan sársauka og óþægindi. Því er haldið fram að með réttri notkun KT Tape, lyfti það húðinni og dragi þannig úr þrýstingi á bandvefsreifar, og auðveldi flæði sogæðavökva sem flytur hvítar blóðfrumur um líkamann og fjarlægir úrgangsefni, frumuleifar og bakteríur.

Úr hverju er KT Tape® ?

KT Tape PRO, PRO Extreme og PRO X eru búin til úr háþróuðu,ofur-endingargóðu, tilbúnu gerviefni með 30% sterkari teygjukjarna. KT Tape Original og Gentle eru búin til úr 100% bómullartrefjum með sérhæfðum teygjukjarna. Bæði bómullarefnið og gerviefnið teygjast aðeins í eina átt, sem þýðir að teipið teygist eingöngu í lengd, en ekki breidd. Þannig veita trefjarnar í teygjunni traustan stuðning án þess að takmarka hreyfingu eins og hefðbundið stíft íþróttateip.Trefjarnar í KT Tape PRO anda, sem er afar mikilvægt fyrir þægindi og notagildi. Fyrir vikið veitir KT Tape aukin þægindi í lengri tíma.Límið á KT Tape er sérhannað, latexfrítt og ofnæmisvænt. Það þolir bæði raka, svita og sturtur, og er ætlað til að haldast á í marga daga notkun.